Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur spilað í lokakeppni EM.
Yamal er leikmaður Barcelona og spilar stórt hlutverk þar og er líklega efnilegasti leikmaður heims.
Fernando Llorente, fyrrum landsliðsmaður Spánar, segir að það sé ekki hægt að bera Yamal saman við Lionel Messi.
Messi hóf ferilinn ungur hjá Barcelona en var ekki nærri því eins góður á sama aldri að sögn Llorente.
,,Ekki einu sinni Messi var í þessum gæðaflokki á þessum aldri,“ sagði Llorente við Sky Sports.
,,Það sem Lamine Yamal gerir er framúrskarandi. Það er ekki hægt að bera hann saman við neinn.“