Roy Keane, goðsögn Manchester United, gagnrýndi Andy Robertson, leikmann Skotlands, ansi hressilega eftir opnunarleik EM í gær.
Skotland tapaði þar 5-1 gegn Þýskalandi en liðið spilaði allan seinni hálfleikinn manni færri.
Eftir leik mætti Robertson í viðtal og virtist afsaka frammistöðuna og hrósaði einnig leikmönnum Þýskalands sem mættu svo sannarlega til leiks.
Keane var ósáttur með Robertson sem virtist ekki of pirraður eftir úrslitin sem gætu skipt gríðarlega miklu máli í riðlakeppninni.
,,Andy Robertson tjáði sig eftir leikinn og sagði að Skotland hafi verið með ‘leikplan.’ Það er gott að vera með leikplan en svo bætir hann við að þeir hafi ekki verið nógu ákafir. Þú þarft að vera það í fótbolta,“ sagði Keane.
,,Ef þú stígur af bremsunni eins og Skotland gerði í þessum leik þá er ekkert vit í því að tjá sig eftir leik og tala um eitthvað leikplan, það er þvæla. Andy Robertson, hann bullaði bara eitthvað.“
,,Þú vissir hvað var í húfi áður en leikurinn hófst. Þú átt ekki að vera reiður á morgun, þú átt að vera reiður í langan tíma.“