fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Keane baunaði á Robertson eftir leikinn í gær: Fannst viðtalið fáránlegt – ,,Hann bullaði bara eitthvað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, goðsögn Manchester United, gagnrýndi Andy Robertson, leikmann Skotlands, ansi hressilega eftir opnunarleik EM í gær.

Skotland tapaði þar 5-1 gegn Þýskalandi en liðið spilaði allan seinni hálfleikinn manni færri.

Eftir leik mætti Robertson í viðtal og virtist afsaka frammistöðuna og hrósaði einnig leikmönnum Þýskalands sem mættu svo sannarlega til leiks.

Keane var ósáttur með Robertson sem virtist ekki of pirraður eftir úrslitin sem gætu skipt gríðarlega miklu máli í riðlakeppninni.

,,Andy Robertson tjáði sig eftir leikinn og sagði að Skotland hafi verið með ‘leikplan.’ Það er gott að vera með leikplan en svo bætir hann við að þeir hafi ekki verið nógu ákafir. Þú þarft að vera það í fótbolta,“ sagði Keane.

,,Ef þú stígur af bremsunni eins og Skotland gerði í þessum leik þá er ekkert vit í því að tjá sig eftir leik og tala um eitthvað leikplan, það er þvæla. Andy Robertson, hann bullaði bara eitthvað.“

,,Þú vissir hvað var í húfi áður en leikurinn hófst. Þú átt ekki að vera reiður á morgun, þú átt að vera reiður í langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild