Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson eru saman í EM-stofu RÚV í kringum opnunarleik Þýskalands og Skotlands á Evrópumótinu.
Þeir félagar hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár og mikill rígur verið á milli liða þeirra, Víkings og Breiðabliks, þar til Óskar hætti með Blika í haust.
Það hefur verið létt yfir þeim í settinu í kvöld og skipti RÚV skemmtilega klippu þar sem þeir skjóta aðeins á hvort annan.
Hér að neðan má sjá þetta.
Óskar og Arnar takast á í Stofunni 🇩🇪
„Ég sleppti rútunni í þetta skiptið. Enda enginn illa lyktandi ljóslaus búningsklefi hér eins og í Víkinni“ – Óskar
„Við getum alveg hist og fengið okkur vínglas saman og rætt fótbolta, er það ekki?“ – Arnar pic.twitter.com/31AjQKwUDz— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 14, 2024