fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Stríð við stjörnu liðsins ástæðan fyrir óvæntri uppsögn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edin Terzic hefur heldur óvænt látið af störfum sem stjóri Dortmund. Ástæðan hefur svo komið í ljós, um er að ræða stríð við Mats Hummels.

Í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildarinnar fór Hummels að gagnrýna þjálfarann.

Þeir eiga svo að hafa rifist harkalega með þeim afleiðingum að annar þeirra þurfti að fara, var það svo að Terzic ákvað að segja upp.

Terzic tók við starfinu fyrir rúmum tveimur árum en hann hafði áður verið bráðabirgðastjóri. Undir hans stjórn var Dortmund nálægt því að vinna þýsku úrvalsdeildina í fyrra og fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár, þar sem liðið tapaði gegn Real Madrid. Tímabilið heima fyrir var hins vegar ekki nógu gott og hafnaði liðið í fimmta sæti.

Terzic er nú orðaður við ensku úrvalsdeildina en einhvers staðar hafði hann verið mátaður við stjórastarfið hjá Manchester United. Það er þó ljóst að ekkert verður af því þar sem Erik ten Hag verður áfram.

Nú er Terzic orðaður við nýliða Leicester, sem enn eru í stjóraleit eftir að Enzo Maresca yfirgaf félagið og tók við Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum