Það var greint frá því í gærkvöldi, eftir mikla óvissu, að Erik ten Hag yrði áfram stjóri Manchester United. Hann er sáttur með niðurstöðuna.
Fabrizio Romano segir frá þessu og að Ten Hag sé ekki pirraður á því hversu langan tíma Sir Jim Ratcliffe og INEOS, nýjir hluthafar í United, tóku sér í að ákveða framtíð ans.
Hjá INEOS er fólk sátt við þátt Ten Hag í að þróa leikmenn eins og Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho og gefa þeim tækifæri. Vilja þau halda þessu áfram, treysta á unga leikmenn.
Það kom til greina að reka Ten Hag og enskir miðlar segja INEOS til að mynda hafa fundað með Thomas Tuchel. Á endanum var ákveðið að halda tryggði við Ten Hag.
Viðræður um nýjan samning fara fljótlega af stað en Ten Hag hefur stýrt United í tvö ár. Undir hans stjórn varð liðið enskur bikarmeistari á dögunum. Þá vann það enska deildabikarinn í fyrra en nýafstaðið tímabil í ensku úrvalsdeildinni var alls ekki nógu gott.
🚨🔴 Erik ten Hag, happy with INEOS decision — no personal issues despite long review, he’s only focused on Man United project.
His role in developing youngsters like Mainoo and Garnacho has been key factor… as INEOS want to keep following that way. ‘Trust young players’. pic.twitter.com/5mxMb6mYCj
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 11, 2024