fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Valtýr furðu lostinn yfir ákvörðun Norðmannsins – „Galið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 18:30

Valtýr Björn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn geðþekki Valtýr Björn Valtýsson botnar ekki í Age Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, að nota ekki fleiri leikmenn í vináttulandsleiknum gegn Hollandi í gær.

Ísland vann glæstan 0-1 sigur á Englandi fyrir helgi en í gær varð 4-0 tap niðurstaðan gegn Hollandi og ljóst að þreyta var í mannskapnum.

„Við gerum eina breytingu og hann kvartar undan því að menn hafi verið þreyttir, stutt á milli leikja. Þetta er vináttuleikur og þú ert að prófa leikmenn, sem hann gerir ekki í þessum leik. Á sama tíma gera Hollendingar níu breytingar milli leikja. Af hverju notum við ekki fleiri menn?“ segir Valtýr í hlaðvarpi sínu, Mín skoðun.

„Hann sagði það ekki beint en það er eins og hann treysti ekki öllum í hópnum. Hvað er hann að velja þá? Galið.“

Valtýr bendir á leikmenn sem hann hefði getað hugsað sér að sjá í leiknum gegn Hollandi.

„Ónotaðir í þessum leik eru auðvitað markverðirnir, Elías og Patrik, svo er Alfons Sampsted, Guðmundur Þórarinsson, Logi Tómasson og Sævar Atli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar