fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Valtýr furðu lostinn yfir ákvörðun Norðmannsins – „Galið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 18:30

Valtýr Björn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn geðþekki Valtýr Björn Valtýsson botnar ekki í Age Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, að nota ekki fleiri leikmenn í vináttulandsleiknum gegn Hollandi í gær.

Ísland vann glæstan 0-1 sigur á Englandi fyrir helgi en í gær varð 4-0 tap niðurstaðan gegn Hollandi og ljóst að þreyta var í mannskapnum.

„Við gerum eina breytingu og hann kvartar undan því að menn hafi verið þreyttir, stutt á milli leikja. Þetta er vináttuleikur og þú ert að prófa leikmenn, sem hann gerir ekki í þessum leik. Á sama tíma gera Hollendingar níu breytingar milli leikja. Af hverju notum við ekki fleiri menn?“ segir Valtýr í hlaðvarpi sínu, Mín skoðun.

„Hann sagði það ekki beint en það er eins og hann treysti ekki öllum í hópnum. Hvað er hann að velja þá? Galið.“

Valtýr bendir á leikmenn sem hann hefði getað hugsað sér að sjá í leiknum gegn Hollandi.

„Ónotaðir í þessum leik eru auðvitað markverðirnir, Elías og Patrik, svo er Alfons Sampsted, Guðmundur Þórarinsson, Logi Tómasson og Sævar Atli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér

Aron Guðmunds fer yfir sviðið í Thun – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag