Lamine Yamal, ungur leikmaður Barcelona, viðurkennir að það hafi verið sérstakt þegar Xavi fékk sparkið sem stjóri liðsins á dögunum.
Upphaflega höfðu Börsungar sannfært Xavi um að vera áfram en eitthvað hefur komið upp á því skömmu síðar var hann rekinn.
„Þetta var mjög skrýtið. Fyrst var hann að fara en var svo áfram, við sáum það sama og þið. Þetta var leiðinlegt því þetta er fyrsti stjórinn sem ég hef haft í meistaraflokki. En svona hlutir gerast í fótbolta,“ segir hinn 16 ára gamli Yamal.
Hansi Flick er tekinn við og er Yamal spenntur fyrir komandi tímum.
„Ég sá hann hjá Bayern og í þýska landsliðinu. Hann spilaði sóknarbolta svo ég er spenntur.“