fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Steinhissa eftir að hafa frétt af landsliðsvalinu: Margir mjög ánægðir – Maðurinn sem þeir óttuðust mætir ekki

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmenn Þýskalands voru virkilega hissa en einnig ánægðir eftir að hafa heyrt af lokahópi enska landsliðsins á EM í sumar.

Frá þessu greinir the Independent en vængmaðurinn Jack Grealish var ekki valinn í lokahópinn sem kom mörgum á óvart.

Independent segir að nokkrir varnarmenn Þýskalands hafi óttast það að spila gegn Grealish sem er á mála hjá Manchester City.

Eberechi Eze var valinn yfir Grealish í lokahópinn en hann er á mála hjá Crystal Palace og hefur ekki sömu áhrif og landi sinn að sögn Independent.

Eze átti vissulega gott tímabil með Palace en hefur aðeins spilað fjóra landsleiki og hefur enn ekki skorað mark.

Leikmenn Þýskalands vita hversu erfitt það er að mæta Grealish sem hefur undanfarin þrjú ár leikið með City og á að baki tæplega 40 landsleiki fyrir England.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum