Landsliðsmenn Þýskalands voru virkilega hissa en einnig ánægðir eftir að hafa heyrt af lokahópi enska landsliðsins á EM í sumar.
Frá þessu greinir the Independent en vængmaðurinn Jack Grealish var ekki valinn í lokahópinn sem kom mörgum á óvart.
Independent segir að nokkrir varnarmenn Þýskalands hafi óttast það að spila gegn Grealish sem er á mála hjá Manchester City.
Eberechi Eze var valinn yfir Grealish í lokahópinn en hann er á mála hjá Crystal Palace og hefur ekki sömu áhrif og landi sinn að sögn Independent.
Eze átti vissulega gott tímabil með Palace en hefur aðeins spilað fjóra landsleiki og hefur enn ekki skorað mark.
Leikmenn Þýskalands vita hversu erfitt það er að mæta Grealish sem hefur undanfarin þrjú ár leikið með City og á að baki tæplega 40 landsleiki fyrir England.