fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Benda á þetta í umræðunni um Óskar og KR – „Hann myndi bara banka upp á“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. júní 2024 21:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Andri Már Eggertsson, Nablinn, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Það var rætt um Bestu deild karla í þættinum og þar á meðal stórleik KR og Vals á dögunum, sem lauk með 3-5 sigri síðarnefnda liðsins.

„Að horfa á fyrri hálfleikinn var eins og að horfa á yngri flokka leik eða einhverja gæja að leika sér,“ sagði Helgi, en staðan í hálfleik var 2-4.

„Valsarar byrja fáránlega en einhvern veginn hafði maður alltaf trú á að þeir kæmu til baka. Maður vissi að það væri ekki séns að KR myndi halda hreinu svo við myndum alltaf fá einhverja spennu. En maður bjóst ekki alveg við þessu gjaldþroti,“ sagði Hrafnkell áður en Helgi tók til máls á ný.

„Það er ekki eðlilegt hversu oft í hverjum leik KR er í nauðvörn, þar sem síðasti maður kastar sér fyrir boltann. Þetta má alveg gerast 1-2 í leik en þetta er bara að gerast endalaust.“

Hrafnkell tók undir þetta.

„Þetta er alltof kaotískt og þeir verða að laga það.“

Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Gregg Ryder þjálfara KR. Andri telur sæti hans þó öruggt fyrst KR-ingar tóku ekki í gikkinn í upphafi landsleikjahlésins.

„Þetta hlýtur að hita sætið en ef þeir reka hann ekki núna í landsleikjahléinu þá gera þeir það ekki strax. En þetta snýst líka bara um hvað er á lausu. Ef Óskar Hrafn Þorvaldsson er ekki á lausu, hvað er þá í boði?“

Helgi sagði þá að Óskar væri búinn að taka við KR, hefði hann áhuga.

„Hann myndi bara banka upp á og segja honum að hann tæki þetta og þá væri það bara þannig. En ég held að Óskar taki þetta ekki, ég held hann reyni að fá eitthvað giggi úti fyrst,“ sagði Hrafnkell þá.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Í gær

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Í gær

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs
Hide picture