Bayern Munchen er í fjárhagsvandræðum og þarf að selja allt að sex stór nöfn í sumar og er tilbúið að hlusta á tilboð.
Frá þessu greinir Sky Sports en engin smá nöfn eru á listanum og má nefna miðjumanninn eða bakvörðinn Joshua Kimmich.
Kimmich er gríðarlega öflugur leikmaður og hefur lengi staðið sig vel með Bayern og spilar stórt hlutverk í þýska landsliðinu.
Aðrir leikmenn eins og Matthijs de Ligt, Leon Goretzka, Kingsley Coman, Serge Gnabry og Noussair Mazroui eru einnig til sölu.
Vincent Kompany tók við Bayern á dögunum og ljóst að verkefnið verður ekki auðvelt á næstu leiktíð miðað við þessar fregnir.
Bayern vill þó fá aðra leikmenn inn á móti ef þessar stjörnur fara og má nefna Xavi Simmons sem er á mála hjá Paris Saint-Germain.