Brandon Williams mun ekki spila fleiri leiki fyrir Manchester United í bráð en hann hefur nú kvatt félagið.
Bakvörðurinn verður samningslaus í sumar og mun ekki krota undir nýjan samning á Old Trafford, þar sem hann hefur spilað frá 2008.
Williams var í láni hjá Ipswich á síðustu leiktíð en hefur einnig spilað með Norwich frá 2021 til 2022.
Williams lék 51 leik fyrir United og skoraði eitt mark en hann kvaddi stuðningsmenn félagsins á Instagram í gær.
,,Síðan ég var sjö ára hefur Manchester United verið hluti af mínu lífi,“ skrifaði Williams á meðal annars.
,,Mest af öllu vil ég þakka stuðningsmönnum sem eru hryggur félagsins og ástæðan fyrir því að við stöndum okkur vel á hæsta stigi. Þið eigið þetta öll skilið.“
,,Einu sinni rauður, alltaf rauður.“
View this post on Instagram