Barcelona er tilbúið að losa sig við vængmanninn Raphinha svo félagið geti fengið til sín sóknarmanninn Luis Diaz.
Frá þessu greinir Mundo Deportivo en Diaz er á mála hjá Liverpool og spilar ansi stórt hlutverk á Anfield.
Raphinha hefur staðið sig ágætlega undanfarin tvö ár á Spáni en lið í Sádi Arabíu sýna honum áhuga og er verðmiðinn allt að 100 milljónir evra.
Barcelona leitast eftir því að fá Diaz í stað Raphinha sem er 27 ára gamall og hefur skorað 20 mörk og lagt upp önnur 25 í 87 leikjum.
Liverpool er mögulega opið fyrir því að losa Diaz fyrir rétt verð en hann er bundinn félaginu til 2027.