Michael Ballack fyrrum leikmaður Chelsea mun græða hressilega á því að hafa keypt sér Ferrari bifreið fyrir 16 árum.
Ballack sem er þýskur var þá í góðu sambandi við Michael Schumacher sem var ökuþór hjá Ferrarri.
Ballack festi þá kaup á Ferrari 250 GT SWB California Spide sem kostaði hann 1,2 milljarð.
Bíllinn er nú á leið á sölu og eru settar 14 milljónir punda á bílinn eða 2,4 milljarðar, Ballack mun því græða hressilega á þessari fjárfestingu.
Ballack var leikmaðru Chelsea þegar hann keypti bílinn en um er að ræða einn eftirsóttasti Ferrari bílinn sem hægt er að fá. Búist er við að bílinn seljist fljótt og auðveldlega.