Víkingur fær viku frá KSÍ til að svara fyrir meint atvik þar sem Danijel Dejan Djuric er sakaður um hafa kastað brúsa í stuðningsmann Breiðabliks.
Kristján Óli Sigurðsson sagði frá í Þungavigtinni.
Meint atvik á að hafa átt sér stað eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni á dögunum.
Breiðablik sendi myndband úr myndavél sinni inn til KSÍ þar sem það á að sjást að Djuric hafi kastað brúsa í honum.
Kristján Óli telur að Djuric gæti fengið allt að fimm leikja bann fyrir athæfi sitt.