Á einhvern óskiljanlegan hátt missti Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sig í gleðinni þegar liðið var að vinan 5-0 sigur á Leikni í fyrradag.
Keflavík komst í 5-0 snemma leiks og þannig enduðu leikar, undir lok fyrri hálfleik var Haraldur brjálaður þegar Arnar Þór Stefánsson dómari leiksins dæmdi ekki brot.
Haraldur hélt á brúsa og þrumaði honum í grasið, skömmu síðar rak Arnar hann af velli.
Haraldur var ekki sáttur og átti í orðaskiptum við aðila á leið sinni af vellinum. „Grjóthaltu kjafti,“ sagði Haraldur þegar hann kom sér af vellinum.
Arnar Þór er menntaður lögfræðingur og tók á málinu með lög og reglu að vopni.
Atvikið má sjá hér að neðan.