Samkvæmt fréttum í Frakklandi er Liverpool langt komið með að ganga fra´kaupum á Ederson miðjumanni Atalanta á Ítalíu.
Franskir miðlar fjalla um málið sökum þess að PSG hafði áhuga á að kaupa þennan 24 ára leikmann sem kemur frá Brasilíu.
Í fréttinni segir að Michael Edwards nýr yfirmaður knatspyrnumála hjá FSG eigendum Liverpool sjái um viðræðurnar.
Ederson lék 36 leiki í Seriu A á síðustu leiktíð og var lykilmaður þegar liðið vann Evrópudeildina.
Ederson var hluti af Atalanta liði sem henti Liverpool úr Evrópudeildinni en hann verður þá fyrsti leikmaðurinn sem Arne Slot fær til félagsins.