Manchester United gerði síðbúna tilraun til að krækja í Tosin Adarabioyo, áður en hann gekk í raðir Chelsea. Daily Mail segir frá.
Miðvörðurinn er að renna út á samningi hjá Fulham og fer til Chelsea á frjálsri sölu. Newcastle hafði einnig áhuga en Enzo Maresca, nýr stjóri Chelsea, sannfærði hann um að koma á Stamford Bridge.
Adarabioyo og Maresca unnu saman hjá Manchester City á sínum tíma.
United reyndi að stela Adarabioyo fyrir framan nefið á Chelsea en kappinn var búinn að gera samkomulag við Maresca, sem átti stóran þátt í að fá hann. Hann hafnaði því United.