Matheus Cunha, sóknarmaður Wolves, virðist ekki á leið til Manchester United ef marka má orð hans.
Þessi öflugi leikmaður var orðaður við United á dögunum en hann er ansi sáttur hjá Wolves.
„Einbeiting mín núna er að hvíla mig og njóta þess að vera með fjölskyldu minni. Ég er mjög ánægður hjá Wolves. Nú set ég markið á að eiga fleiri góð tímabil með liðinu og hjálpa því. Vonandi held ég áfram á þessari braut,“ segir Cunha.
Cunha átti ansi gott tímabil með Wolves, skoraði 14 mörk og lagði upp 8.