Atletico Madrid hefur áhuga á að fá Julian Alvarez, sóknarmann Manchester City, í sumar og fer frumlegar leiðir til þess.
Spænska blaðið Marca fjallar um málið en Alvarez hefur verið hjá City í tvö ár og spilað nokkuð stóra rullu.
Diego Simeone, stjóri Atletico, vill hins vegar ólmur fá hann og samkvæmt því sem fram kemur í Marca hefur félagið beðið liðsfélaga Alvarez í argentíska landsliðinu að sannfæra hann um að koma.
Um er að ræða argentíska landsliðsmenn í Atletico. Þá Rodrigo De Paul, Nahuel Molina and Angel Correa.