fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Viðurkennir að það standi tæpt að Grealish komist í EM hópinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins segir að það standi tæpt að Jack Grealish komist í 26 manna hóp sinn fyrir Evrópumótið.

Southgate valdi 33 manna hóp í byrjun en mun eftir leikinn gegn Íslandi á föstudag skera niður hópinn.

„Við höfum ekki tekið ákvörðun ennþá,“ sagði Southgate.

Grealish var að klára slakt tímabil með Manchester City þar sem hann var í litlu hlutverki þegar leikirnir skiptu máli.

„Hann hefur verið ferskur á æfingum og elskar að vera hérna, það er góð orka í honum á æfingum.“

„Hann spilaði ekki mikið á þessu tímabili, ég er viss um að hann hefði viljað hafa hlutina öðruvísi. Við vitum hvað hann kemur með á borðið og hann er karakter sem við kunnum vel við.“

„Tíminn er okkur mikilvægur þessa vikuna, hann getur tekið þátt í leiknum á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum