Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins segir að það standi tæpt að Jack Grealish komist í 26 manna hóp sinn fyrir Evrópumótið.
Southgate valdi 33 manna hóp í byrjun en mun eftir leikinn gegn Íslandi á föstudag skera niður hópinn.
„Við höfum ekki tekið ákvörðun ennþá,“ sagði Southgate.
Grealish var að klára slakt tímabil með Manchester City þar sem hann var í litlu hlutverki þegar leikirnir skiptu máli.
„Hann hefur verið ferskur á æfingum og elskar að vera hérna, það er góð orka í honum á æfingum.“
„Hann spilaði ekki mikið á þessu tímabili, ég er viss um að hann hefði viljað hafa hlutina öðruvísi. Við vitum hvað hann kemur með á borðið og hann er karakter sem við kunnum vel við.“
„Tíminn er okkur mikilvægur þessa vikuna, hann getur tekið þátt í leiknum á morgun.“