Cristiano Ronaldo er að vinna í því að fá David de Gea til að taka fram hanskana og verja mark Al-Nassr á næstu leiktíð.
Svo virðist sem Al-Nassr ætli að láta Ronaldo hafa mikið að segja um leikmannamálin.
Greint hefur verið frá því að Ronaldo sé að vinna í því að fá Casemiro og Nacho sem báðir eru fyrrum samherjar hans.
De Gea hefur ekki spilað fótbolta í ár eftir að samningur hans við Manchester United rann.
Greint er frá því að Ronaldo reyni að sannfæra De Gea um að koma til Sádí Arabíu en hann hefur rætt við hin ýmsu félög án þess að semja.