Íslenska kvennalandsliðið leiðir gegn því austurríska í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvelli.
Það var Hlín Eiríksdóttir sem kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir glæsilega sókn, þar sem ber sérstaklega að hrósa spretti Guðrúnar Arnardóttur.
Staðan er 1-0 þegar rúmur hálftími er liðinn af leiknum.
Hér að neðan má sjá markið.
Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir! Frábærlega gert hjá Guðrúnu Arnardóttur í undirbúningnum 🇮🇸
Svo fáum við forseta-fimmu hjá Guðna og Höllu í fögnuðinum 🙏 pic.twitter.com/VRvely66dZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024