Arsenal er tilbúið að selja Eddie Nketiah framherja liðsins í sumar ef marka má ensk blöð í dag.
Nketiah er 25 ára gamall framherji en Fulham er sagt tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir framherjann.
Crystal Palace, Wolves og Everton eru öll að skoða stöðuna á Nketiah sem var mikið á bekknum á liðnu tímabili.
Oleksandr Zinchenko vinstri bakvörðru liðsins er einnig sagður til sölu.
Zinchenko missti sæti sitt í byrjunarliðið Arsenal á liðnu tímabili og er sagður á óskalista FC Bayern í sumar