Victor Osimhen framherji Napoli vonast eftir því að fara frá félaginu í sumar en hann er með klásúlu í samningi sínum.
Osimhen er 25 ára gamall framherji frá Nígeríu en hann vonast eftir tilboði frá Arsenal.
Gazzetta dello Sport segir að framherjinn vilji fá tilboð frá enska félaginu en vitað er að Arsenal vill fá framherja í sumar.
Osimhen er þó einnig til í að hlusta á tilboð frá Sádí Arabíu samkvæmt þeirri frétt en þar er vel borgað.
Ljóst er að Osimhen gæti orðið einn best launaði leikmaður í heimi fari hann til Sádí.