fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Mikið undir í Laugardalnum annað kvöld – „Ef það verður vont veður verður þetta eins og stríð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. júní 2024 16:00

Frá fundinum í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag fyrir komandi leik gegn Austurríki í undankeppni EM á morgun. Það er ríkir bjartsýni fyrir leiknum.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli ytra fyrir helgi og eru bæði með 4 stig í öðru og þriðja sæti riðilsins. Efstu tvö liðin fara beint á EM en neðri tvö í umspil. Það er því til mikils að vinna á morgun og Ísland getur komið sér í sterka stöðu.

„Heilt yfir getum við horft í frammistöðuna og verið jákvæð. Við erum bara bjartsýn fyrir morgundaginn. Við förum í þennan leik til að vinna hann og það er ekkert annað sem kemst að. Við vitum að þetta verður hörkuleikur og við munum spila til sigurs,“ sagði Þorsteinn á fundinum.

„Mikilvægi leiksins er mikið. Það skiptir okkur máli að sigra á morgun. En við vitum að við þurfum að hafa fyrir því og spila hugsanlega betur en í síðasta leik, þó við séum sátt við margt sem við gerðum þar.“

Glódís var spurð að því hvort íslenska liðið liti á þetta sem úrslitaleik um sæti á EM.

„Já og nei. Við erum auðvitað tvö lið að berjast um annað sætið og að fara beint á EM. Við förum klárlega í leikinn til að vinna hann en ég er viss um að bæði lið gera það. Þetta verður hörkubarátta. Ef það verður vont veður verður þetta eins og stríð um þennan farmiða. En það er ekkert klárt, sama hvernig þessi leikur fer,“ sagði Glódís, en bæði lið eiga eftir að mæta Póllandi og Þýskalandi einnig áður en keppni í undanriðlunum lýkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo