fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Mikið undir í Laugardalnum annað kvöld – „Ef það verður vont veður verður þetta eins og stríð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. júní 2024 16:00

Frá fundinum í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag fyrir komandi leik gegn Austurríki í undankeppni EM á morgun. Það er ríkir bjartsýni fyrir leiknum.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli ytra fyrir helgi og eru bæði með 4 stig í öðru og þriðja sæti riðilsins. Efstu tvö liðin fara beint á EM en neðri tvö í umspil. Það er því til mikils að vinna á morgun og Ísland getur komið sér í sterka stöðu.

„Heilt yfir getum við horft í frammistöðuna og verið jákvæð. Við erum bara bjartsýn fyrir morgundaginn. Við förum í þennan leik til að vinna hann og það er ekkert annað sem kemst að. Við vitum að þetta verður hörkuleikur og við munum spila til sigurs,“ sagði Þorsteinn á fundinum.

„Mikilvægi leiksins er mikið. Það skiptir okkur máli að sigra á morgun. En við vitum að við þurfum að hafa fyrir því og spila hugsanlega betur en í síðasta leik, þó við séum sátt við margt sem við gerðum þar.“

Glódís var spurð að því hvort íslenska liðið liti á þetta sem úrslitaleik um sæti á EM.

„Já og nei. Við erum auðvitað tvö lið að berjast um annað sætið og að fara beint á EM. Við förum klárlega í leikinn til að vinna hann en ég er viss um að bæði lið gera það. Þetta verður hörkubarátta. Ef það verður vont veður verður þetta eins og stríð um þennan farmiða. En það er ekkert klárt, sama hvernig þessi leikur fer,“ sagði Glódís, en bæði lið eiga eftir að mæta Póllandi og Þýskalandi einnig áður en keppni í undanriðlunum lýkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson