Guðni Th. Jóhannesson mun senn flytja af Bessastöðum og Halla Tómasdóttir kemur í hans stað. Í tilefni að þessu sá knattspyrnumaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson sér leik á borði og sagði Guðna hafa samið við sitt lið í Svíþjóð.
Valgeir er á mála hjá Hacken í Svíþjóð og birti hann mynd af sér og Guðna, haldandi á treyju félagsins. Grínaðist hann með að forsetinn væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning í Svíþjóð.
Valgeir hefur verið á mála hjá Hacken síðan 2021 en samningur hans við félagið rennur út undir lok árs. Hann á að baki átta A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Guðni, sem hefur verið forseti síðan 2016, er mikill íþróttaáhugamaður og hafði eflaust gaman að þessu spaugi.