Erik ten Hag stjóri Manchester United býst við því að fá að vita á næstu dögum hvort hann verði rekinn eða ekki.
Sky Sports segir að forráðamenn United hafi síðustu vikuna tekið út tímabilið og skoðað hvern einasta stein.
Talað var um fyrir úrslitaleik bikarsins að Ten Hag yrði rekinn, sigur þar gæti hafa breytt stöðunni.
Eigendur Manchester United hafa metið tímabilið síðustu daga og telur Sky Sports að ákvörðun liggi fyrir á næstu dögum.
Ten Hag vill halda starfinu áfram en hann hefur stýrt United í tvö ár en slakt gengi liðsins á liðnu tímabili gæti kostað hann starfið.
BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024