Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að það sé ekki honum að kenna að leikmenn í dag kosti mikinn pening.
Ten Hag hefur eytt yfir 400 milljónum punda í leikmenn á Old Trafford en nefna má stjörnur eins og Casemiro, Antony og Mason Mount.
Þessir leikmenn hafa ekki beint staðist væntingar en Casemiro hefur þó gert sitt og var fínn á sínu fyrsta tímabili.
Antony kostaði til að mynda um 100 milljónir punda frá Ajax en hann vann einmitt með Ten Hag hjá hollenska félaginu.
,,Verðmiði leikmanna er svo sannarlega hár en það er ekki mér að kenna,“ sagði Ten Hag.
,,Það var félagið sem sá um viðræðurnar og þar á meðal voru leikmenn sem komu ekki til félagsins að lokum.“