Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Hákon gekk í raðir Brentford á dögunum og æfir þar, eins og gefur að skilja, með ansi öflugum leikmönnum.
„Fannstu þegar þú komst og Ivan Toney og Mbuemo voru að skjóta á þig, að þetta væri eitthvað annað level?“ spurði Hrafnkell hann í þættinum.
„Maður var búinn að fá nokkur skot frá Gylfa (Þór) fyrir, og Jóa (Berg). Maður sá fyrst mun þar. Þetta er ekki það mikill munur en maður tekur samt eftir því. Stöðugleikinn í öllum skotum.
Þessir gæjar ná alltaf að setja hann á markið og gera markvörðum erfitt fyrir,“ sagði Hákon.
Umræðan í heild er í spilaranum.