Lið í Sádi Arabíu ætla að leita til Liverpool í sumar en þetta fullyrðir enski miðillinn Daily Mail.
Mail segir að lið þar í landi séu að skoða fjóra leikmenn Liverpool og búast við að þeir séu fáanlegir í sumar.
Um er að ræða engar smá stjörnur en nefnt er markvörðinn Alisson, framherjana Luis Diaz og Mohamed Salah sem og varnarmanninn Joe Gomez.
Liverpool vill líklega halda flestum af þessum stjörnum fyrir næsta tímabil en Gomez gæti hins vegar verið fáanlegur.
Peningarnir í Sádi eru ekki af skornum skammti en Liverpool fékk tilboð upp á 200 milljónir punda í Salah síðasta sumar.