fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sá ákærði grét er hann tjáði sig í réttarsal: Sakaður um að hafa skallað stórstjörnu – ,,Hann var að níðast á mér“

433
Laugardaginn 1. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir eru farnir að kannast við nafnið Scott Law sem hefur verið í fréttunum á Englandi undanfarnar vikur.

Law var ákærður fyrir árás á síðasta ári en hann er ásakaður um að hafa ráðist að goðsögninni Roy Keane eftir leik Arsenal og Manchester United í september.

Leikurinn fór fram á Emirates vellinum í London en Law vill meina að Keane hafi ögrað sér á meðan leik stóð og þar á meðal slegið fast í glerið í ‘Sky Sports settinu’ til að láta vita af sér.

Law er sakaður um að hafa af engri ástæðu ráðist að Keane og til að mynda skallað hann en Keane svaraði fyrir sig áður en manninum var hent út.

,,Herra Keane var að níðast á mér og byrjaði að segja við mig að hitta hann fyrir utan. Hann benti á dyrnar,“ sagði Law.

Hann fer svo langt og segir að Keane hafi klesst viljandi á sig fyrir utan baðherbergi vallarins og þess vegna skullu þeir saman, frekar en að árás hafi átt sér stað.

,,Ég setti hausinn niður til að reyna að verja mig,“ sagði Law sem hágrét er hann var spurður út í atvikið en maðurinn er 43 ára gamall og Keane er 52 ára.

Myndband er í dreifingu þar sem Keane sést verja sig gegn Law og fer hann til að mynda með olnbogann í andlit stuðningsmannsins.

Law vill meina að hann hafi meiðst í kjölfar olnbogaskotsins en myndbandið sannar þó að höggið var ansi saklaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu