fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Stelpurnar okkar náðu í sterkt stig í Austurríki

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. maí 2024 17:53

Úr leiknum í dag. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið heimsótti það austurríska í undankeppni EM í leik sem var að ljúka.

Ísland fékk sín tækifæri til að skora í fyrri hálfleiknum en það voru hins vegar heimakonur sem leiddu 1-0 eftir hann. Sarah Puntigam skoraði markið af vítapunktinum á 26. mínútu.

Íslenska liðið leitaði að jöfnunarmarki og þegar um stundarfjórðungur lifði leiks fékk liðið vítaspyrnu. Það var fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem fór á punktinn og skoraði hún af miklu öryggi.

Stelpurnar okkar voru líklegri í lok leiks en meira var ekki skorað og lokatölur í Austurríki 1-1.

Úrslitin þýða að bæði lið eru enn jöfn að stigum, með 4 stig í öðru og þriðja sæti. Þau mætast að nýju á Laugardalsvelli á þriðjudag.

Þýskaland og Pólland eru með Austurríki og Íslandi í riðli. Tvö efstu liðin fara beint á EM en hin tvö í umspil .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag