fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Stelpurnar okkar náðu í sterkt stig í Austurríki

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. maí 2024 17:53

Úr leiknum í dag. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið heimsótti það austurríska í undankeppni EM í leik sem var að ljúka.

Ísland fékk sín tækifæri til að skora í fyrri hálfleiknum en það voru hins vegar heimakonur sem leiddu 1-0 eftir hann. Sarah Puntigam skoraði markið af vítapunktinum á 26. mínútu.

Íslenska liðið leitaði að jöfnunarmarki og þegar um stundarfjórðungur lifði leiks fékk liðið vítaspyrnu. Það var fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem fór á punktinn og skoraði hún af miklu öryggi.

Stelpurnar okkar voru líklegri í lok leiks en meira var ekki skorað og lokatölur í Austurríki 1-1.

Úrslitin þýða að bæði lið eru enn jöfn að stigum, með 4 stig í öðru og þriðja sæti. Þau mætast að nýju á Laugardalsvelli á þriðjudag.

Þýskaland og Pólland eru með Austurríki og Íslandi í riðli. Tvö efstu liðin fara beint á EM en hin tvö í umspil .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda