fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Gapandi hissa á tíðindunum – „Þá er það til skammar og mjög vandræðalegt fyrir KSÍ“

433
Föstudaginn 31. maí 2024 16:09

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir eru ekki í leikmannahópi Íslands í leiknum gegn Austurríki sem nú stendur yfir í undankeppni EM. Er það vegna tæknilegra örðuleika og mannlegra mistaka, eftir því sem fram kemur hjá KSÍ.

„Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfi UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ segir í tilkynningu KSÍ.

Þetta var að sjálfsögðu rætt í upphitun fyrir leikinn á RÚV.

„Óheppilegt er vægt til orða tekið. Maður veit ekki hvað hefur komið upp á,“ sagði Ágerður Stefánía Baldursdóttir og bendir á að Selma hafi spilað stóra rullu í undanförnum landsleikjum.

Albert Brynjar Ingason tók til máls.

„Þetta er virkilega lélegt. Ef það hefur gleymst að skrá leikmennina inn, þá er það til skammar og mjög vandræðalegt fyrir KSÍ. Ef þetta eru tæknilegir örðuleikar UEFA megin þá er mjög skrýtið að það sé ekki gefið eitthvað svigrúm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Brynjar þurfti að segja Hjörvari Hafliða að ‘grjóthalda kjafti’ – ,,Ég var bara að bjarga honum“

Brynjar þurfti að segja Hjörvari Hafliða að ‘grjóthalda kjafti’ – ,,Ég var bara að bjarga honum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum
433Sport
Í gær

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Í gær

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja