Samkvæmt fréttum á Englandi vill Benjamin Sesko framherji RB Leipzig helst ganga í raðir Arsenal í sumar.
Sesko er virkilega eftirsóttur en Arsenal, Manchester United og fleiri vilja fá hann í sumar.
Sesko er tvítugur framherji frá Slóveníu sem var að klára sitt annað tímabil með Leipzig.
Leipzig vill gera við hann nýjan samning og hækka launin hans en hann er sagður vilja fara til Arsenal.
Sesko hefur skorað 29 mörk í 79 leikjum fyrir Leipzig og gæti farið í sumar.