fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433

Besta deild karla: Víkingur með dramatískt jöfnunarmark í stórleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. maí 2024 22:06

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í Bestu deild karla í kvöld þegar Breiðablik tók á móti Víkingi. Leikurinn var liður í 14. umferð en var spilaður í kvöld þar sem bæði lið eru í Evrópukeppni.

Leikurinn í kvöld var fremur rólegur lengi vel og ekki sama flugeldasýning og einhverjir vonuðust eftir.

Jason Daði Svanþórsson kom Blikum yfir á 77. mínútu en þar gerði hann vel í að skila sér inn á teig Víkings og setti smekklega fyrirgjöf Viktors Karls Einarssonar í netið.

Það stefndi í 1-0 sigur heimamanna en í uppbótartíma skoraði Gísli Gottskálk Þórðarson fyrir Víking. Óhætt er að segja að Anton Ari Einarsson hafi átt að gera betur í marki Blika.

Valdimar Þór Ingimundarson fékk gott færi til að skora sigurmark fyrir Víking í blálokin en tókst það ekki. Lokatölur 1-1.

Úrslitin þýða að Víkingur er enn á toppi deildarinnar, nú með 22 stig, 3 meira en Blikar sem eru í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“