Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, sér ekkert eftir því að hafa skotið á leikmenn sem fara úr Evrópufótboltanum til að spila í Sádi-Arabíu í fyrra.
Þýski miðjumaðurinn, sem leggur skóna á hilluna eftir EM með Þýskalandi í sumar, sagði félagaskipti Gabri Veiga frá Celta Vigo til Al-Ahli „vandræðaleg.“
Veiga var einn mest spennandi leikmaður spænska boltans en hélt til Sádí 21 árs gamall.
Reiddu ummæli Kroos einhverja til reiði og þá auðvitað sérstaklega í Sádi-Arabíu.
„Það böggaði mig ekkert. Allir hafa sína skoðun og ég stend við það sem ég sagði,“ segir Kroos.
„Þetta er ekki land sem ég myndi vilja spila í af mörgum ástæðum. Ég myndi hvorki vilja spila þar né búa þar, sérstaklega ekki búa þar.
Þeim líkar aðeins minna við mig þarna núna en ég hef bara gaman að því.“