Paris Saint-Germain er búið að festa kaup á markmanni sem heitir Matvey Safonov en það eru ekki margir sem kannast við það nafn.
Um er að ræða leikmann sem kemur til PSG frá Krasnodar í Rússlandi og skrifar undir fimm ára samning.
PSG borgar 20 milljónir evra fyrir markmanninn sem á að baki 174 leiki fyrir aðallið Krasnodar.
Hann er einnig landsliðsmaður Rússlands og undanfarin þrjú ár hefur hann leikið 13 landsleiki.
🚨🔴🔵 Matvey Safonov to Paris Saint-Germain, here we go!
Agreement sealed for Russian GK to join PSG from Krasnodar as revealed on Sunday.
€20m package agreed, add-ons included.
Contract until June 2029 for Sazonov who’s set to sign after medical tests. pic.twitter.com/Pkaufy4Gst
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024