Fyrirsætan Alexia Grace heldur mikið upp á enska knattspyrnuliðið Aston Villa og fyrir tímabilið lofaði hún leikmönnum nektarmyndum fyrir að ná markmiðum sínum.
Grace lofaði myndunum ef Villa næði Meistaradeildarsæti, sem liðið svo sannarlega gerði heldur óvænt.
„Ég trúi ekki að við höfum endað í fjórða sæti. Það er algjör klikkun og ég bjóst alls ekki við því. Unai Emery er snillingur,“ segir Grace, en Emery er stjóri Villa.
Einn leikmaður Villa hefur þegar sett sig í samband við hana að hennar sögn til að innkalla loforðið.
„Það hefur einn sent á mig en við höldum því á milli okkar. Ég er ekki að fara að deila neinum nöfnum.“
Grace er með sína starfsemi á OnlyFans, þar sem hún græðir vel á fullorðinsefni.