Edu, yfirmaður knattspyrnumála Arsenal, viðurkennir að honum líði ‘undarlega’ eftir að hafa tapað gegn Manchester City í baráttunni um ensku úrvalsdeildina.
City er með 115 ákærur á borðinu vegna brota á fjárlögum en hefur hingað til ekki verið refsað.
Arsenal átti mjög gott tímabil en hafnaði að þessu sinni í öðru sæti á eftir fjórföldum meisturunum.
Edu segist ekki getað tjá sig um það sem hann er að hugsa og er vissulega svekktur með niðurstöðuna.
,,Það eru því miður hluti sem ég get ekki tjáð mig um eða mínar tilfinningar,“ sagði Edu.
,,Þetta er undarleg tilfinning, mjög undarleg. Við enduðum tímabilið eins og við hefðum gert allt rétt.“