fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433

Miðasala hafin á heimaleikinn gegn Austurríki

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 17:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið kvenna er mætt til Salzburg og hefur hafið þar æfingar í undirbúningi liðsins fyrir tvo leiki gegn Austurríki.

Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2025, en lokakeppnin fer fram í Sviss sumarið 2025. Liðin mætast fyrst á Josko Arena í Ried Im Innkreis á föstudag og svo á Laugardalsvelli þriðjudaginn 4. júní.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvo leiki, Ísland vann Pólland á Kópavogsvelli í apríl og tapaði gegn Þýskalandi ytra á meðan Austurríki vann Pólland ytra og tapaði fyrir Þýskalandi heima.

Tvö efstu lið riðilsins fara beint áfram í lokakeppni EM 2025 á meðan hin tvö liðin í riðlinum fara í umspil um sæti þar.

Liðin hafa einungis tvisvar mæst, síðast 18. júlí 2023 þegar Ísland vann 1-0 sigur í Austurríki. Hinn leikurinn var á EM 2017 þar sem Austurríki vann 3-0 sigur. Þess má geta að þrír leikmenn sem voru í hóp Íslands á EM 2017 eru í hópnum í dag. Það eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sandra María Jessen.

Leikur Austurríkis og Íslands föstudaginn 31. maí hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Miðasala á leik Íslands og Austurríkis á Laugardalsvelli þriðjudaginn 4. júní er hafin á tix.is, en leikurinn hefst kl. 19:30.

Miðasala

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða