Paul Scholes, goðsögn Manchester United, segir að Kobbie Mainoo sé miklu betri leikmaður en hann var á sama aldri, 19 ára gamall.
Mainoo átti flott tímabil með United og skoraði í gær er liðið fagnaði sigri í enska bikarnum gegn Manchester City.
Scholes er talinn vera einn besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en að hans mati er Mainoo á mun betri stað 19 ára gamall en hann var á sínum tíma.
,,Ekki eyða tímanum í að bera mig saman við Kobbie Mainoo…“ sagði Scholes eftir leikinn í gær.
,,Hann er tíu sinnum betri leikmaður en ég var á sama aldri. Ég elska hvernig hann tekur á móti boltanum, hversu rólegur hann er og hversu meðvitaður hann er um það sem er í gangi á vellinum.“
,,Hann er sérstakur og hann er ‘fokking’ rauður.“