fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433

Besta deild kvenna: Breiðablik vann stórleikinn – Stjarnan með tvo sigra í röð

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. maí 2024 20:00

Blikar fagna marki. Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hafði betur gegn Val í stærsta leik Bestu deildar kvenna það sem af er tímabili.

Leikurinn fór fram í vonskuveðri og var það Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sem gerði eina mark fyrra hálfleiks. Gestirnir frá Hlíðarenda leiddu 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Blikar náðu hins vegar að snúa dæminu við í seinni hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir jafnaði fyrir þær á 64. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði Barbára Sól Gísladóttir sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1.

Risastór stig fyrir Blika sem eru með fullt hús eftir sex leiki. Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapar og liðið í öðru sæti á eftir Blikum.

Á sama tíma mættust Stjarnan og Fylkir í Garðabænum. Spilað var í knattspyrnuhúsinu Miðgarði vegna veðursins. Heimakonum tókst þar að vinna sinn annan leik í röð í Bestu deildinni eftir erfiða byrjun á mótinu.

Mörk Stjörnunnar gerðu Hulda Hrund Arnarsdóttir og Hannah Sharts en Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði fyrir Fylki. Lokatölur 2-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad