fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433

Besta deild kvenna: Breiðablik vann stórleikinn – Stjarnan með tvo sigra í röð

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. maí 2024 20:00

Blikar fagna marki. Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hafði betur gegn Val í stærsta leik Bestu deildar kvenna það sem af er tímabili.

Leikurinn fór fram í vonskuveðri og var það Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sem gerði eina mark fyrra hálfleiks. Gestirnir frá Hlíðarenda leiddu 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Blikar náðu hins vegar að snúa dæminu við í seinni hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir jafnaði fyrir þær á 64. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði Barbára Sól Gísladóttir sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1.

Risastór stig fyrir Blika sem eru með fullt hús eftir sex leiki. Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapar og liðið í öðru sæti á eftir Blikum.

Á sama tíma mættust Stjarnan og Fylkir í Garðabænum. Spilað var í knattspyrnuhúsinu Miðgarði vegna veðursins. Heimakonum tókst þar að vinna sinn annan leik í röð í Bestu deildinni eftir erfiða byrjun á mótinu.

Mörk Stjörnunnar gerðu Hulda Hrund Arnarsdóttir og Hannah Sharts en Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði fyrir Fylki. Lokatölur 2-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt