fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Vill sjá forystufólk KSÍ segja af sér – „Háttsemi sambandsins er svo forkastanleg að engu tali tekur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari telur að forystufólk KSÍ ætti að segja af sér vegna þess að Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópi Íslands af þessu sinni.

Ástæðan er sú að KSÍ setti fyrir nokkrum árum reglur sem kveða á um það að sá sem sé með mál á borði lögreglu eða ákæruvaldsins geti ekki verið í landsliðshópnum. Ástæðan er að niðurfelling á máli gegn Alberti var kærð á dögunum, reglur KSÍ banna þar með Age Hareide að velja Albert fyrir leiki gegn Hollandi og Englandi.

Albert var kærður á síðasta ári fyrir kynferðisbrot en eftir rannsókn var málið fellt niður, litlar sem engar líkur voru taldar á sakfellingar.

„Þetta er alveg furðulegt. Fyrirsvarsmenn KSÍ sem taka þá ákvörðun að hafa ekki besta íslenska leikmanninn með í landsleik ættu að skammast sín og helst að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir sambandið,“ segir Jón Steinar í ummælum sem hann lætur falla á Facebook síðu Mannlífs.

Jón Steinar heldur áfram og svarar fólki, hann segir að KSÍ geti vissulega sett sér reglur en segir háttsemina hins vegar forkastanlega.

„Þetta eru hins vegar félagasamtök sem yfirleitt mega setja sér starfsreglur sjálf. Þá er bara eftir að svara því hvort annað gildi hér því þetta er íþróttasamband á landsvísu. Þeir sem eru órétti beittir geta því ekki leitað annað með þá hagsmuni sem brotið er gegn. Ekki eru til dómafordæmi um þetta svo við verðum að fara varlega. Það breytir því hins vegar ekki að háttsemi sambandsins er svo forkastanleg að engu tali tekur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“