Vincent Kompany tekur við FC Bayern á næstu dögum en þýska félagið er að ganga frá samkomulagi við Burnley um kaupverð á stjóranum.
Ensk blöð segja að Kompany hafi í viðræðum við Bayern rætt um það að krækja í enska landsliðsmanninn, Jack Grealish.
Grealish fann sig ekki á liðnu tímabili með Manchester City en Kompany er sagður hafa mikið álit á kantmanninum knáa.
Harry Kane átti frábært fyrsta tímabil með Bayern og gæti sannfært Grealish um að hoppa yfir til þýsku risanna.
Kompany féll með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum og vekur ráðning hans nokkra athygli.