fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Southgate útskýrir af hverju Henderson er ekki valinn – „Erfitt fyrir mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 15:00

Jordan Henderson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson var ekki valinn í 33 manna landsliðshóp Gareth Southgate, þjálfara Englands, fyrir komandi leiki gegn Bosníu og Íslandi í næsta mánuði. Sá síðarnefndi segir ákvörðunina hafa verið erfiða.

33 manna hópurinn verður skorinn niður í 26 leikmenn eftir leikina gegn Bosníu og Íslandi, en Strákarnir okkar mæta þeim ensku 7. júní. Þeir leikmenn sem eftir standa fara á EM í Þýskalandi en ljóst er að Henderson verður ekki þar.

„Það er erfitt fyrir mig að skilja Henderson eftir utan hóps. Hann hefur alltaf sýnt mikinn stuðning,“ sagði Southgate í dag um ákvörðun sína.

Henderson gekk í raðir sádiarabíska félagsins Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar en var samt áfram valinn í enska landsliðshópinn. Í janúar fór hann svo til Ajax en hann steig nýverið upp úr meiðslum.

„Það sem gerði útslagið eru meiðslin sem hann varð fyrir í síðasta verkefni. Hann missti úr fimm vikur og hefur ekki komið sér á það stig sem til þarf aftur,“ sagði Southgate enn fremur í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona