Manchester City er Englandsmeistari árið 2024 en þetta varð ljóst eftir lokaumferð deildarinnar sem fór fram í dag.
City vann sinn leik nokkuð örugglega 3-1 á heimavelli gegn West Ham og endar í toppsætinu fjórða árið í röð.
Arsenal var eina liðið sem gat náð City að stigum en þrátt fyrir 2-1 heimasigur gegn Everton þá hafnar Lundúnarliðið í öðru sæti.
Tottenham endar í fimmta sæti deildarinnar eftir sigur á Sheffield United og þá vann Chelsea 2-1 sigur á Bournemouth og endar í því sjötta.
Luton er þá fallið og fer niður ásamt Burnley og Sheffield eftir 4-2 tap heima gegn Fulham.
Fleiri leikir fóru fram en Manchester United endaði tímabilið á 2-0 sigri á Brighton og Liverpool kvaddi Jurgen Klopp með 2-0 sigri á Wolves á Anfield.