fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. maí 2024 19:41

Todd Boehly, eigandi Chelsea, á leik Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir stuðningsmenn Chelsea hafa látið í sér heyra eftir ákvörðun sem félagið tók nú fyrir helgi.

Telegraph fullyrðir það að Chelsea sé búið að hækka miðaverðið á Stamford Bridge, heimavöll liðsins, um fimm prósent.

Það er aðeins að bæta gráu ofan á svart hjá enska félaginu en gengi liðsins hefur ekki heillað á mörgum tímapunktum í vetur.

Hækkunin er þó ekki of mikil en miðaverð félagsins er enn lægra en hjá grönnum sínum Tottenham og Arsenal.

Þrátt fyrir það létu margir í sér heyra á samskiptamiðlum og eru hundfúlir með ákvörðun stjórnarinnar.

,,Ég skal gefa ykkur helminginn af laununum mínum ofan á þessa hækkun! Það er rosalegt vit í þessari breytingu,“ sagði einn og bætir annar við: ,,Er þetta eitthvað grín? Guð hjálpi þeim sem ráða þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt