Það er ólíklegt að félög ensku úrvalsdeildarinnar muni samþykkja tillögu Wolves um að segja skilið við myndbandsdómgæslu, VAR, frá og með næstu leiktíð. Sky Sports segir frá.
Í gær kynnti Wolves tillögu sína um að hætta með VAR þar sem það hafi slæm áhrif á leikinn. Tæknin var tekin upp í ensku úrvalsdeildinni 2019 en hefur þótt umdeild.
Fjórtán félög af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni þurfa að samþykkja tillöguna svo hætt verði með VAR en það er ólíklegt að svo verði.
Talið er að félögin vilji flest frekar fara þá leið að bæta kerfið, það að hætta með það gæti skaðað ensku úrvalsdeildina gagnvart öðrum deildum.
Liverpool er sagt á meðal þeirra félaga sem munu kjósa gegn tillögu Wolves.