fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433

Mjólkurbikar karla: Sami Kamel í aðalhlutverki er Keflavík sló annað Bestu deildarlið úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 20:10

Mynd: Keflavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta leik kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er lokið en þar tók Lengjudeildarlið Keflavíkur á móti Bestu deildarliði ÍA.

Hinrik Harðarson kom Skagamönnum yfir snemma leiks en allt snerist við þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks er Erik Tobias Sandberg, leikmaður ÍA, fékk að líta rauða spjaldið og fékk á sig víti.

Sami Kamel fór á punktinn og skoraði. Það liðu svo ekki margar mínútur þar til Kamel skoraði aftur og staðan í hálfleik 2-1.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik þar til á 86. mínútu en þá innsiglaði Valur Þór Hákonarson 3-1 sigur Keflvíkinga.

Þess má geta að undir lok leiks fékk Frans Elvarsson í liði Keflavíkur rautt spjald.

Keflavíkingar komnir í 8-liða úrslit en þetta var annað Bestu deildarliðið sem þeir slá út. Liðið vann Blika í síðustu umferð keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool tapaði á útivelli í kvöld

Liverpool tapaði á útivelli í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Grealish verði að fara eftir örlög hans um helgina

Segir að Grealish verði að fara eftir örlög hans um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Miskunnarlaus ákvörðun Liverpool

Miskunnarlaus ákvörðun Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Neitaði að styðja hinsegin fólk og gæti fengið þunga refsingu – Mynd

Neitaði að styðja hinsegin fólk og gæti fengið þunga refsingu – Mynd
433Sport
Í gær

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar
433Sport
Í gær

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“