fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Gregg Ryder eftir enn eitt tapið: „Ég vissi að þetta yrði langt ferli þegar ég tók við“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 21:50

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slæmt gengi KR heldur áfram en liðið tapaði 5-3 í kvöld gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Gregg Ryder þjálfari liðsins var sár og svekktur eftir leik.

Þetta var þriðja tap KR í fjórum leikjum. Liðinu hefur gengið illa undanfarið og til að mynda ekki unnið í deildinni síðan í 2. umferð.

„Ég er auðvitað mjög vonsvikinn. Ég er viss um að þetta var góður leikur fyrir hina hlutlausa en mörg markanna sem við fengum á okkur voru of einföld. Ég er vonsvikinn með það,“ sagði Gregg við RÚV eftir tapið í Garðabæ í kvöld.

Hann gerir sér grein fyrir að frammistaðan undanfarið hafi ekki verið nægilega góð.

„Þetta er erfiður kafli. Ég vissi að þetta yrði langt ferli þegar ég tók við. Við erum á erfiðum kafla eins og er og munum gera allt sem við getum til að snúa þessu við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok